Jæja

Jæja það er best skrifa inn eitthvað smávegis því það er sko af nógu að taka. Það er eiginlega svo mikið búið að gerast síðan síðast að ég veit ekki hvar á að byrja.

En byrjum einhverstaðar, Inga Rós fór til London um helgina kringum 17.júni. Unnar var hjá Palla og Heiðu svo ég var einn heima í kotinu. Ég var þó langt í frá aðgerðalaus, ég hafði skráð mig í enduro keppni á Akureyri. Og það var alveg svakalega mikið að gera í vinnunni þá vikuna, var á dagvakt og það var síðasta vikan í 8 tíma vaktakerfinu.  Ég var því að vinna á daginn og gera við mótorhjólið og kerruna á kvöldin.

Var mættur á Akureyri kl 8 að morgni 16.júni  eftir 3 tíma svefn um nóttina. (það tók nefnilega ansi mikinn tíma að klára kerruna og hjólið) Ég ætla ekki að greina nákvæmlega frá því hvernig gekk en ég bætti fyrri árangurWink   Stefnan er nú tekin á næstu keppni sem er í september, svo nú er bara æft og æft og það er líka stórt átak í allri neyslu. Bara borðað hollt og "gott" fæði , ekkert kaffi ekki stolist til að fá sér smók af og til og einungis bjór á tyllidögum.

læt þetta nægja núna, kem með meira fljótlega kv.Atli


Enginn tími

Ég hef rekið mig á það að ég hef alls engan tíma til að blogga og ég sé eiginlega ekki fram á að hafa mikinn tíma til þess í nánustu framtíð. Dagarnir líða svo hratt að maður áttar sig ekki á því. Hugsunin er oftast sú að gefa sér tíma til að blogga á morgun, þá hljóti að gefast tími og áður en maður veit af þá er liðin vika.

Það sem er helst að frétta síðan síðast er að ég, Unnar og pabbi fórum með Land Roverinn niður í Berufjörð. Nánar tiltekið á Runná, þar ætla góðir menn að fara um hann höndum og koma honum í örlítið betra stand.  Það versta sem getur komið fyrir gamla bíla er að standa, því fæ ég aðstoð við að koma honum í ökuhæft ástand. Ég get þá keyrt hann af og til þangað til nýja húsið verður tilbúið með stóra bílskúrnum.

Á föstudaginn síðasta var skilað inn teikningum og sótt um byggingaleyfi, við bíðum því spennt eftir því að fá að vita hvenar við getum byrjað. Við ætlum reyndar ekki að byrja með neinum látum en hálfnað verk þá hafið er.Smile

læt þetta nægja í bili.

kv.Atli

 


Seinna kemur aldrei...

Jæja það þýðir víst lítið annað en að skrifa eitthvað fyrst maður er búinn að opna bloggsíðu. Er búinn að vera í fríi í 2 daga og byrja að vinna í kvöld og verð að vinna alla helgina. Hefði helst viljað vera á Kirkjubæjarklaustri og taka þátt í enduro keppni þar. En það verður bara að biða betri tíma.

Það var búið að ákveða fyrir fríið að fara með Land Roverinn í viðgerð til góðra manna í Berufirði. Unnar Birkir var orðinn spenntur fyrir ferðinni, en ábúendur voru ekki heima þennan dag og Unnar lagðist í pest.  Gærdagurinn fór því að mestu í að horfa á Tomma lest og perla. Inga kom heim í hádeginu því ég þurfti að fara á fundi í vinnunni. Þegar heim var komið  var grillað og Unnar og Kristrún komu í mat. (tengdó)

Og í morgun voru litaðar myndir af Bubba byggir og borðað popp eftir að hafa borðað Cherios og jógúst í morgunmat. Við borðuðum svo Þorramat í hádeginu með kartöflumús,rófustöppu og laufabrauði.  Klæddum okkur því næst vel upp og fórum í búð. Keyptum uppþvottalaug,hafðfisk, hákarl og snakk. Og smá dót, litla dráttarvél með 3 kerrum. Unnar var mjög sáttur við þetta og við héldum áfram leið upp í Bílanaust. N1 fyrirgefið. (get alls ekki vanist þessu) Þar sá Unnar aldeilis helling af mótorhjóladóti. Hann gekk um og sagði mér hvað hann ætlaði að fá sér þegar hann yrði stór.

Svo fór hann að benda á það sem hann vildi kaupa núna, ég útskýrði fyrir honum að hann væri nú nýbúinn að fá dót og hann gæti fengið þetta einhverntíman seinna.

Þá brást minn maður illa við og hvæsti út úr sér : En seinna kemur aldrei..

Og það var stór skeifa sem fylgdi í kjölfarið. 

 Maður ætti kannski að segja sjaldnar:seinna ,og muna hvenar sagt hefur verið seinna.

læt þetta nægja núna.

kv.Atli 


Eins og allir hinir.

Jæja þá er maður farinn að blogga eins og allir hinir, og ég sem vil ekki vera eins og allir aðrir. Ég meina hver heldur uppá Aston Villa. Jú það eru víst nokkrir.Wink

Var bara að koma heim úr vinnunni og vissi ekkert hvað ég átti að gera. DVD spilarinn gaf víst upp öndina í dag og brann í orðsins fyllstu merkingu. Eftir að hafa þjónað eigendum vel í gegnum tíðina, svo nú er það tölvan sem hjálpar til við afþreyinguna. Við eigum reyndar annan DVD sem mun sennilega taka sæti þess fyrriW00t

Læt þetta nægja sem fyrstu skrif.

kv.Atli

PS:InLove


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband