Enginn tími

Ég hef rekið mig á það að ég hef alls engan tíma til að blogga og ég sé eiginlega ekki fram á að hafa mikinn tíma til þess í nánustu framtíð. Dagarnir líða svo hratt að maður áttar sig ekki á því. Hugsunin er oftast sú að gefa sér tíma til að blogga á morgun, þá hljóti að gefast tími og áður en maður veit af þá er liðin vika.

Það sem er helst að frétta síðan síðast er að ég, Unnar og pabbi fórum með Land Roverinn niður í Berufjörð. Nánar tiltekið á Runná, þar ætla góðir menn að fara um hann höndum og koma honum í örlítið betra stand.  Það versta sem getur komið fyrir gamla bíla er að standa, því fæ ég aðstoð við að koma honum í ökuhæft ástand. Ég get þá keyrt hann af og til þangað til nýja húsið verður tilbúið með stóra bílskúrnum.

Á föstudaginn síðasta var skilað inn teikningum og sótt um byggingaleyfi, við bíðum því spennt eftir því að fá að vita hvenar við getum byrjað. Við ætlum reyndar ekki að byrja með neinum látum en hálfnað verk þá hafið er.Smile

læt þetta nægja í bili.

kv.Atli

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband