Styttist í Þorra

Jæja nú eru jólin búin og þorrinn að byrja von bráðar. Er núna grasekkill og nýti mér það út í ystu æsar. Fór í búð áðan og keypti mér fötu af blönduðum súrmat og harðfisk, kíkti síðan til tengdó og fékk laufabrauð.

Ligg nú á meltunni eftir að hafa etið allt of mikið. Mun sennilega sofna snemma í kvöld bæði saddur og sáttur. Er búinn að vera lengi á fótum og kominn tími á að hlaða batteríin og hvíla sig fyrir kennsluna á morgun. Ætla að fara upp í þekkingarnet á morgun ásamt nokkrum vinnufélögum og "stúdera" fræðin.

Læt þetta nægja núna á nýju ári.

kv.Atli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og gaman að sjá loksins einhverja hreyfingu hérna en annars var ég nú bara á blogg rúntinum

knús til ykkar úr snjónum í Reykjanesbæ

Berglind (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband