28.9.2007 | 23:58
Hverju verður næst keyrt í burtu?
Það er kannski svolítið seint að blogga um þessa frétt, en ég bara verð.
Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra austfirðinga og þá sérstaklega bænda að mjólkurstöðin verði áfram starfrækt fyrir austan.
Þegar þessar fréttur bárust um daginn þá fór ég að hugsa um hvernig þetta nútíma þjóðfélag er hér fyrir austan. Lömbunum er flestum keyrt til Húsavíkur og sumum alla leið til Sauðárkróks. Fiskinum til Grindavíkur eða Akureyrar, og til stóð að keyra mjólkinni á Selfoss eða Akureyri. Hvað yrði það næst?
MS hættir við að loka á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Halló þú ert þá á lífi.....
En að því sögðu, þá er þessi akstur á öllu mögulegu og ómögulegu einfaldlega gjaldið sem við greiðum fyrir bættar samgöngur, og arðsemiskröfu fyrirtækja.
En svona til áréttingar þá er mjólkinni nú þegar keyrt á milli landshluta, fyrst í tank og síðan í fernum, en undanrennunni keyrt austur til ostaframleiðslu....
Eiður Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 05:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.